Skýrsla formanns
Árið 2022 gekk vel hjá UMFG. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt starf fara á fullt að nýju eftir covid árin á undan. Nóg var að gera á öllum vígstöðvum, hvort sem það var á keppnisvellinum eða utan vallar.
Þorrablót UMFG var haldið 28. janúar sl. eftir 3 ára pásu. Mikil eftirvænting og gleði var eftir blótinu og mikil aðsókn í miða. Strax var kominn langur biðlisti eftir miðum og var því strax sótt um leyfi fyrir því að færa blótið yfir í nýja salinn. Það leyfi fékkst við það eitt bættust við um 250 sæti of fram fór stærsta Þorrablót í sögu Grindavíkur.
Að venju voru það knattspyrnu – og körfuknattleikdeild UMFG sem sáu um blótið (ásamt þorrablótsnefnd) og gerðu það með eindæmum vel.
UMFG sá um leikjanámskeið um sumarið. Við vorum með 3 fasta starfsmenn og fengum til aðstoðar krakka úr bæjarvinnunni. Starfsmenn fengu eins og áður mikið hrós fyrir vel unnin störf og var mikil ánægja með sumarið. Um 70 krakkar sóttu námskeiðið.


Félagsmenn Ungmennafélag Grindavíkur
You are trying to load a table of an unknown type. Probably you did not activate the addon which is required to use this table type.

Gjáin samkomusalur
Gjáin var vel nýtt árið 2022, bæði voru það einstaklingar og deildir innan UMFG ásamt kvennfélagi og Grindavíkurbæ og félagasamtökum í Grindavík sem notuðu salinn.
Reynsla fyrri ára kom sér vel árið 2022 og var mikil ánægja með salinn og umgengni hefur skánað enda komnar fastar reglur á flest allt sem viðkemur salnum.
Nokkur miskilningur hefur verið um notkun og fjárhag Gjánnar í Grindavík, aðstaða og áhöld í Gjánna hafa verið keypt af innkomu á leigu salarins og öll innkoma sem kemur af leigu fer í að kaupa borðbúnað og hluti sem tengjast notkun í eldhúsi/sal og daglegri umhirðu.

Ársreikningur aðalstjórnar 2022
Sækja sem PDF
