Skýrsla stjórnar

Árið 2022 var frekar skrítið ár hjá sunddeildinni. Við erum ennþá að rembast við að ná okkur upp eftir covid tímabilið. Fyrstu fjórir mánuðir ársins einkenndust af covid þar sem mikið var um smit og einangranir. Síðan voru nokkuð eðlilegar æfingar fram á vorið þar til sunddeildin fór í frí um miðjan júní. Tímabilinu lauk með því að fara með iðkendur í Keiluhöllina þar sem allir skemmtu sér vel.

Í júlí var haldið námskeið í sundi fyrir elstu leikskólabörnin. Í júní sendi sunddeildin Tracy þjálfara á námskeið til Englands þar sem hún lærði meðal annars kennslu í ungbarnasundi. Með tilkomu nýrrar sundlaugar sem nú er á teikniborðinu ætti sunddeildin að geta boðið uppá ungbarnasund. Sundæfingar yngri iðkenda byrjuðu aftur í ágúst og eldri iðkendur byrjuðu í september. Einnig voru haldin námskeið fyrir 5 ára krakka í september.

Í desember var haldin jólastund með öllum iðkendum og þjálfurum.

Stjórn sunddeildar er að sjálfsögðu ánægð með að loksins sé komið nýtt sundlaugarsvæði á teikniborðið. Að sama skapi erum við mjög vonsvikin að einungis sé hugað að 17 metra innilaug því hún er bara alls ekki nóg. Við þurfum 25 metra innilaug til að geta haldið úti sundæfingum yfir vetrartímann. Allt of margar æfingar falla niður vegna veðurs. Einnig vonumst við til að við fáum að vera eitthvað með í ráðum svo við getum fullvissað okkur um það að það sé gert ráð fyrir okkur t.d. varðandi geymslurými fyrir búnað. Yngri iðkendum okkar er að fjölga og vonumst við til að geta haft góðan aðbúnað og aðstöðu svo við náum að halda þeim hjá okkur í sunddeildinni.

Þjálfarar sunddeildarinnar eru:
Tracy Vita Horne sem var með iðkendur í 1.-5. bekk.
Margrét Rut Reynisdóttir sem var með elsta hópinn, 6. bekk og eldri.
Aðstoðar þjálfarar með yngri hópum eru Sigurjón Samved Adhikari og Svanhildur Röfn Róbertsdóttir.

Hvatningarverðlaunin voru afhent í lok árs og sá sem hlaut þau er Viktor Veigar Egilsson.

Umsögn þjálfara var svohljóðandi:
Viktor sinnir sundinu einstaklega vel, mætir vel á æfingar og er metnaðarfullur. Gaman er að fylgjast með Viktori á æfingum þar sem hann leggur sig ávallt 100% fram. Viktor hefur einnig tekið framförum í hraða og tækni. Hann kemur ávallt vel fram, er kurteis og prúður drengur. Ég vona sannarlega að þessi viðurkenning verði þér hvatning að halda áfram og taka enn frekari framförum.

Stjórn Sunddeildar UMFG:
Formaður  Sigrún Þorbjörnsdóttir
Gjaldkeri  Díana Rafnsdóttir
Stjórnarmaður  Sigríður Helga Guðmundsdóttir

Meðstjórnendur eru Þorgerður Herdís Heiðarsdóttir og Helga Traustadóttir en þær munu stíga til hliðar og í stað þeirra koma Ármann Harðarson og Sreten.