Skýrsla stjórnar - Sunddeild

Árið 2022 var frekar skrítið ár hjá sunddeildinni. Við erum ennþá að rembast við að ná okkur upp eftir covid tímabilið. Fyrstu fjórir mánuðir ársins einkenndust af covid þar sem mikið var um smit og einangranir. Síðan voru nokkuð eðlilegar æfingar fram á vorið þar til sunddeildin fór í frí um miðjan júní. Tímabilinu lauk með því að fara með iðkendur í Keiluhöllina þar sem allir skemmtu sér vel.

Í júlí var haldið námskeið í sundi fyrir elstu leikskólabörnin. Í júní sendi sunddeildin Tracy þjálfara á námskeið til Englands þar sem hún lærði meðal annars kennslu í ungbarnasundi. Með tilkomu nýrrar sundlaugar sem nú er á teikniborðinu ætti sunddeildin að geta boðið uppá ungbarnasund. Sundæfingar yngri iðkenda byrjuðu aftur í ágúst og eldri iðkendur byrjuðu í september. Einnig voru haldin námskeið fyrir 5 ára krakka í september.

LESA MEIRA

Félagsmenn Sunddeildar

0
IÐKENDUR
0,3%
KONUR
0,7%
KARLAR

Stjórn Sunddeildar
2021-2022

LESA MEIRA

Ársreikningur
Sunddeildar

Sækja sem PDF